15. oktober 2007

Dýragarðurinn i KBH






Litla snúlla var svo glöð í dýragarðinum. Hún var svo undrandi að sjá apana leika sér. Þvílikt fyndið að sjá viðbrögðin og hve hissa hún var. Við sáum fíla, geitur, björn, fiska, skjaldbökur ljón og hesta. Voða gaman. Við vorum rosa heppin með veður. sól og blíða. Getur ekki verið betra.


Við fórum svo og hittum langömmu Erlu í dag. Vorum að versla jólagjafir fyrir þau yngstu. Bannað að segja frá :) en þetta er alveg rosalega flottar gjafir :) Okkur hlakkar til jólana. Og sérstaklega mikið til að hitta Kristofer bróðir :)


knús frá okkur

12. oktober 2007

Erika dúlla









Jæja litla skvísan verður meira og meira pirruð yfir vöntun á hreyfigetu. Henni langar svo margt en getur ekki. Og það er að gera útaf við hana. Það einasta sem hún vill er að mamma haldi í hendurnar og hjálpi að labba fram og tilbaka yfir stofuna...allan daginn. Ufffff...bakið mitt. :( Krossa fingur að hún fer bráðum að getað skriðið. Ekki bara fyrir heilsufar móður heldur fyrir stoltið i litlu skvísu. :)


Langamma Erla er í DK í augnablikinu. Við erum búin að plana að hitta hana allavega einn daginn. Og á sunnudag förum við með Kirsten og Finn í dýragarðinn NB fyrsta sinn. Ef það er eitthvað sem Erika elskar þá eru það dýr. Hún verður algjörlega spennt þegar hún sér hestana hérna i garðinum við hliðina. Við förum daglega i göngutúra og heilsa uppá hestana og sjá þá drekka vatn og borða hey. Við erum svo heppin að búa við hliðiná Hestagarði. Þar sem ca 20 hestar eru geymdir og þjálfaðir. Alveg ótrulega spennandi miðað við að við búum i KBH. :) Svo að okkur hlakkar til að sjá viðbrögðin hjá Eriku þegar hún sér Ljónin og selina og öll hin dýrin .. ætli hún fríki ekki af gleði þegar það kemur að Fílunum hehe. Allavega ... spennó helgi framundan.


Knus og kossar frá okkur