1. oktober 2008
Erika á hestbaki
Jæja þið verðið að fyrirgefa smá léti í kjellu. Búið að vera mikið að gera i skólanum en nú er komin fín rútína á fólkið :) Erika var á hestbaki í fyrsta sinn:) Mai-Britt frænka á hest sem heitir Fightso. Erika dúlla varð svo hrifin að mamman sér fram á gjaldþrot ef stúlkan ákveður að fara út í þetta sport. :/ En samt sætt að sjá hana á hestinum. Henni var nú ekki sama um að leyfa Kristo að fara á bak. Það var sko látið vita með mörgum tárum. Sú varð móðguð. En sem betur fer varð allt í fínasta þegar hún fékk að fara á bak aftur. Hún grenjaði svo bara næstum alla leiðina heim. Úffff... þvílikt skap sem lítla skvísa hefur. En við ætlum sko að heimsækja Fightso eins fljótt og hægt er. :)
Abonner på:
Opslag (Atom)